Hetjurnar | Félag langveikra barna į Noršurlandi

Námskeið      Systkinasmiðja   Á haustdögum, helgina 19-21. september ætla Hetjurnar, félag langveikra barna á Norðurlandi og

Nįmskeiš

http://www.akureyri.is/static/news/Hetjurnar-logo.png

  

 


Systkinasmiðja

 

Á haustdögum, helgina 19-21. september ætla Hetjurnar, félag langveikra barna á Norðurlandi og Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, að standa fyrir grunnnámskeiði Systkinasmiðjunnar. Námskeiðið er ætlað 8-14 ára gömlum systkinum langveikra og fatlaðra

Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi með fyrirlestri fyrir foreldra og á meðan kynnast börnin leiðbeinendunum og hvert öðru. Á laugardeginum eru börnin á námskeiðinu kl.10-15 og á sunnudeginum frá kl.10-14.

 

Á heimasíðu systkinasmiðjunnar  www.verumsaman.is má finna  frekari upplýsingar og markmið smiðjunnar sem eru:

·       Að veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.

·       Að veita börnunum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.

·       Að veita börnunum tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

·       Að veita foreldrum og fagfólki tækifæri til að kynnast því hvernig það er í raun og veru að alast upp með fötluðu eða veiku systkini, þ.e. þeirri sérstöku áskorun að alast upp við slíkar aðstæður.

Þið sem hafið áhuga vinasamlegast skráið barnið fyrir 9.september á

 

 hetjurnar@simnet.is  eða  throska.ne@gmail.com

 

Verð fyrir félaga í Hetjunum eða Þroskahjálp er 3000 kr á barn en fyrir aðra 7000 kr.

 

Námskeiðið verður haldið á Botni ( rétt við Hrafnagil)

 

Framhaldsnámskeið er svo fyrirhugað á vorönninni.

   Kv  Hetjurnar og ÞroskahjálpMynd augnabliksins

forsida-32-46803e32ad703.jpg

Teljari

Ķ dag: 3
Samtals: 46031

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf