Hetjurnar í samstarfi við Freyvangsleikhúsið ætlum að bjóða félagsmönnum okkar í leikhús á Linu langsokk.
Hægt er að velja um tvær sýningar; laugardaginn 9. Feb kl 14 eða sunnudaginn 10. Feb kl 14.
Vinsamlegast sendið skráningu, nafn hetju og fjölda miða fyrir miðvikudaginn 6. Feb á [email protected]
Einnig viljum við benda fólki á að aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 27. Febrúar, en nánari upplýsingar koma síðar.
Bestu kveðjur
Stjórn Hetjanna