Í gær, 15. janúar fengu Hetjurnar rausnarlegan styrk frá Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar, styrkurinn hljóðaði uppá 1.000.000 króna og verður nýttur í að efla íþrótta og tómstundastyrk Hetjanna.
Að fá slíkan styrk er ómetanlegt fyrir félagið og mun koma að góðum notum. Með styrknum og öðrum styrk sem félagið fékk fyrir jól, getum við tvöfaldað íþrótta og tómstundastyrkinn til félagsmanna, tímabundið til tveggja ára en nánari upplýsingar um útfærsluna verða birtar innan skamms.
Það voru þau, Ragnheiður Jakobsdóttir móðir Baldvins, Hermann Helgi Rúnarsson, bróðir Baldvins og Arnar Geir Halldórsson vinur Baldvins sem afhentu gjöfina fyrir hönd sjóðsins á fæðingardegi Baldvins en hann fæddist á Akureyri 15. janúar 1994.
Baldvin lést á í faðmi fjölskyldunnar 31. maí, á síðasta ári eftir fimm ára baráttu við krabbamein í höfði. Hann hafði brennandi áhuga á íþróttum og stundaði knattspyrnu hjá Íþróttafélaginu Þór. Hann lagði skóla á hilluna eftir að veikindin fóru að herja á hann lagði þá þjálfum yngri flokka félagsins lið.
Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar er ætlað að styrkja einstaklinga, félög eða hópa á sviði íþrótta- og mannúðarmála.
Hetjurnar þakka kærlega fyrir góðan stuðning.