Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra og fatlaðra barna á Norðurlandi, er aðildarfélag Umhyggju sem er regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög langveikra barna á Íslandi.

 Félagið var stofnað 13. október 1999 en upphafið að því má rekja til þess að Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á barnadeild FSA, hvatti foreldra langveikra barna til að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur á Akureyri og nágrenni.

 

Tilgangur félagsins er fjórþættur: 

Að gæta hagsmuna langveikra og fatlaðra barna og aðstandenda þeirra
Að miðla upplýsingum um hina ýmsu sjúkdóma
Að gefa foreldrum vettvang til að hittast og ræða það sem á þeim brennur varðandi börnin og vandamál þeirra
Að gefa þessum fjölskyldum tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman.

    

Fastir liðir í starfsemi félagsins:

  • Minningarkort til sölu til styrktar félaginu.
  • Útivistardagur með grilli og tilheyrandi skemmtun.
  • Leikhús- og bíóferðir.
  • Jólaball fyrir félagsmenn, ættingja og vini.
  • Styrkveitingar vegna tómstundastarfs og orlofshúsaleigu félagsmanna.    

Hetjufélagar geta sótt um styrki í styrktarsjóð Umhyggju, samkvæmt reglum sjóðsins.

Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra og fatlaðra barna á Norðurlandi, er aðildarfélag Umhyggju sem er regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög langveikra barna á Íslandi.

 Félagið var stofnað 13. október 1999 en upphafið að því má rekja til þess að Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á barnadeild FSA, hvatti foreldra langveikra barna til að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur á Akureyri og nágrenni.

 

Tilgangur félagsins er fjórþættur: 

Að gæta hagsmuna langveikra barna og aðstandenda þeirra
Að miðla upplýsingum um hina ýmsu sjúkdóma
Að gefa foreldrum vettvang til að hittast og ræða það sem á þeim brennur varðandi börnin og vandamál þeirra
Að gefa þessum fjölskyldum tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman.

    

Fastir liðir í starfsemi félagsins:

  • Minningarkort til sölu til styrktar félaginu.
  • Leikhús- og bíóferðir.
  • Páska- eða jólabingó og aðrar uppákomum.
  • Jólaball fyrir félagsmenn, ættingja og vini.
  • Styrkveitingar vegna tómstundastarfs og orlofshúsaleigu félagsmanna.    

Hetjufélagar geta sótt um styrki í styrktarsjóð Umhyggju, samkvæmt reglum sjóðsins.

Stjórn

Tinna Hermannsdóttir

Formaður

S: 868-3120

Agnes Tulinius

Gjaldkeri

S: 822-0710

Hilma Pétursdóttir

Ritari

S: 661-8120

Hanna Rós Jónasdóttir

Meðstjórnandi

S: 849-4319

Katrín Björg Sólrúnardóttir

Meðstjórnandi

S: 698-9299

Lög
Félags langveikra og fatlaðra barna á Norðurlandi
I. kafli
Heiti félags, heimili og hlutverk
1.gr.
Félagið heitir, Hetjurnar, félag langveikra og fatlaðra barna á Norðurlandi.
Heimili þess og varnarþing er á Akureyri.
Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
2. gr.
Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna langveikra og fatlaðra barna á Akureyri og
nágrenni og fjölskyldna þeirra.
3. gr.
Félagið er aðili að Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum.
II. kafli
Aðilar í félaginu
4. gr.
Félagsmenn geta orðið foreldar og aðrir aðstandendur langveikra barna á
Akureyri og nágrenni.
5. gr.
Stjórn félagsins getur vikið félaga úr félaginu ef hann hefur ekki greitt árgjald
tvö ár í röð, en borið getur hann mál sitt undir almennan félagsfund.
6.gr.
Þegar hetja nær 18 ára aldri missir hann og fjölskylda hans rétt til styrkveitinga hjá félaginu, en er áfram velkominn á viðburði sem félagið býður uppá.
7.gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Árgjald félagsins er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Kostnaður við starfsemi félagsins skal greiddur með tekjum af árgjöldum og
öðrum framlögum sem félaginu berast til reksturs.
III. kafli
Aðalfundur
8. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Aðalfund skal halda í febrúarmánuði ár hvert.  Til aðalfundar skal boða
með auglýsingu í blöðum eða á annan tryggilegan hátt og með viku fyrirvara hið
skemmsta og er hann þá lögmætur.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála nema annars sé getið í lögum þessum.
9. gr.
Rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagsmenn.  Félagsmenn sem gert hafa skil á
árgjaldi eiga atkvæðisrétt.
10. gr.
Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:
1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Kosning stjórnar, aðalmanna og varamanna.
4. Kosning skoðunarmanna reikninga.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
7. Önnur mál.
11. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi þess.  Lagabreytingar, ef einhverjar
eru, skal getið í fundarboði aðalfundar og efni þeirra lýst.  Tillögum um lagabreytingar
skal koma til stjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund.
Nái tillaga til lagabreytinga samþykki aukins meiri hluta fundarmanna
fær hún gildi.
IV. kafli
Stjórn félagsins
12. gr.
Stjórn félagsins skal skipa 5 mönnum, formanni, gjaldkera, ritara og tveimur
meðstjórnendum til 1. árs.
Formaður skal kosinn á aðalfundi til 2 ára. Stjórnin skiptir sjálf  með sér verkum.  Meðstjórnendur sitja alla stjórnarfundi. Stjórnarseta miðast við 4 ár í senn.
13. gr.
Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkum er lög
þessi setja.
Hún tekur nánari ákvarðarnir um starfsemi félagsins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.
Hún skuldbindur félagið gagnvart öðrum aðilum og er undirskrift formanns og
gjaldkera nægileg til þess.
14. gr.
Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og að jafnaði með þriggja daga
fyrirvara, ef unnt er.  Stjórnarfundi skal halda eins oft og formaður telur nauðsynlegt
en þó ekki sjaldnar en á tveggja mánaða fresti.  Ennfremur skal halda stjórnarfund ef
a.m.k. þrír stjórnarmenn óska þess.
Stjórnarfundur er ályktunar fær ef tveir stjórnarmenn og einn
varastjórnarmaður sækja fund hið fæsta.  Afl atkvæða ræður úrslitum á
stjórnarfundum.  Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá atkvæði formanns
 (varaformanns úrslitum).
Formaður stjórnar fundum og varaformaður í forföllum hans.
Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.
15. gr.
Nú kemur fram tillaga um það að félaginu skuli slitið og skal hún þá sæta
Sömu meðferð sem tillaga tillagabreytingar, sbr. 10. gr.
16. gr.
Komi til þess að félaginu verði slitið að einhverjum ástæðum, skulu eignir
þess renna óskiptar til Styrktarsjóðs Umhyggju.
Samþykkt á aðalfundi 18. febrúar 2020